Kaffihúsið Heimskringlan opnar í gamla héraðsskólanum 16. apríl 2019

Kaffihúsið Heimskringlan opnar í gamla héraðsskólanum

Sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn opnuðu hjónin Ingibjörg Kristleifsdóttir og Halldór Gísli Bjarnason kaffihús í hátíðarsal Snorrastofu í gamla héraðsskólanum. Þar er enn uppi sýningin  1918 í Borgarfirði, sem unnin var síðastliðið haust í tilefni af 100 ára afmæli Fullveldis Íslendinga 2018 og gefur hún kaffihúsinu skemmtilegan blæ.

Heimskringlan verður opin yfir sumarið.

Snorrastofa færir hjónunum innilegar hamingjuóskir með framtakið og óskar þeim og gestum Heimskringlunnar allra heilla.

Myndir Bergur Þorgeirsson

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.