
Klukkum hringt í turni Reykholtskirkju
Ný uppsettar kirkjuklukkur í turni Reykholtskirkju hringdu inn messu í fyrsta skipti á 1. í aðventu, s.l. sunnudag og var turninn þar með tekinn í notkun.
Velgjörðarmaður kirkjunnar, Jan Petter Røed, sem kostað hefur framkvæmdir og búnað í turninum og gefið klukku að auki, var við messu, ásamt Alison, konu sinni. Jan Petter hefur áður aðstoðað söfnuðinn, með því að greiða niður skuldir hans vegna kirkjubyggingarinnar.
Jan Petter Røed og eiginkona hans Alison ræða við sóknarprestinn, sr. Geir Waage.
Klukkurnar í turni kirkjunnar eru nú fimm talsins. Tvær sem tilheyrt hafa Reykholtskirkju í langan tíma, sú eldri frá miðöldum, hin frá 1745. Tvær klukkur komu frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, önnur frá 1739 en hin að líkindum frá 15. öld. Þriðja klukkan og jafnframt sú stærsta er gjöf frá Røed.
Hringingu klukknanna er stýrt með tölvubúnaði. Klukkurnar hringja á eyktum; kl. 9 að morgni, 12 á hádegi, 15 síðdegis og klukkan 18 og 21 að kveldi.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.