Konungasögur fara vel af stað 8. október 2015

Konungasögur fara vel af stað

Fyrsta námskeiðskvöld vetrarins um konungasögur ritaðar í Borgarfirði var haldið mánudagskvöldið 5. október síðastliðið í Landnámssetrinu Borgarnesi. Þátttakendur voru um 20 og góð stemning einkenndi þessa fyrstu atrennu. Óskar Guðmundsson, sem leiða mun námskeiðið í vetur, fór yfir fyrstu hluta Heimskringlu, Prologus, Ynglinga sögu, Hálfdanar sögu svarta, Haraldar sögu hárfagra og Hákonar sögu góða. Næsta kvöld verður í Bókhlöðu Snorrastofu mánudagskvöldið 2. nóvember kl. 20. Munið, að ekki er nauðsynlegt að vera skráður á allt námskeiðið. Hægt er að sækja fyrirlestra  og greiða sérstaklega fyrir þá hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi (simenntun.is).

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.