
Konur breyttu búháttum!
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 15. nóvember kl. 20:30 flytur Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus fyrirlestur um áhugavert efni í sögu verkmenningar í landbúnaði á Íslandi, Mjólkurskólann á Hvanneyri og rjómabúin.
Bjarni hefur lagt sig eftir að rekja verkmenningu í landbúnaðarsögu okkar og nýverið gaf Bókaforlagið Opna út bók Bjarna með heiti kvöldsins, Konur breyttu búháttum. Þetta má teljast til góðra tíðinda í sögu jafnréttis karla og kvenna. Þarna er kastljósinu beint að þætti, sem ekki hefur tekið mikið rými í umræðunni fram til þessa og verður áhugavert að skyggnast þar um.
Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna eftir fyrirlesturinn og Snorrastofa hvetur hvetur áhugasama til að nýta sér þessa góðu kvöldstund. Aðgangur er kr. 500
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.