Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsótti Reykholt 15. apríl 2018

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsótti Reykholt

Kór MH hélt vortónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 14. apríl síðastliðinn.

Kórinn flutti kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Hreiðar Inga, íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, Hjálmars H. Ragnarssonar, Árna Harðarsonar, Jóns Ásgeirssonar og Róberts A. Ottóssonar.  Einnig Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson.

Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi. Segja má að stjórnandinn og unga fólkið hafi fært staðnum góða gjöf með heimsókn sinni og húsin hafi ómað og ljómað fallega þennan laugardag á vori.

Myndir G.Ósk.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.