Kvöldstund um menntakonuna Önnu Bjarnadóttur 1. júní 2016

Kvöldstund um menntakonuna Önnu Bjarnadóttur

Þriðjudagskvöldið 31. maí s.l. hélt Kristrún Heimisdóttir fyrirlestur á vegum Snorrastofu um frú Önnu Bjarnadóttur (1897–1991) kennara og prestsfrú hér í Reykholti. Kristrún er ömmubarn þeirra hjóna sr. Einars Guðnasonar og Önnu og kallaði hún fyrirlesturinn, Heimsborgari gerist sveitakona, og vísar þar til orða hennar sjálfrar.

Margir komu til að hlýða á fyrirlesturinn, sem haldinn var í hátíðarsal gamla héraðsskólans. Það reyndist hin besta umgjörð um þessa merku konu, hennar ævi og störf í þágu ungmenna Reykholtsskóla og samfélagsins alls. Kvenfélag Reykdæla sá um kaffiveitingar.

Sjá nánar um fyrirlesturinn...

Myndir Guðl. Ósk.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.