Leiðtogaþing Lútherskra kirkna í Evrópu haldið í Reykholti
Kirkjuleiðtogar Lútherskra kirkna í Evrópu funduðu í Reykholti í júní síðastliðnum. Um níutíu manns sóttu fundinn, þar á meðal Ishmail Noko, aðalritari Lútherska heimssambandsins.
Evrópudeild Lútherska heimssambandsins stóð fyrir þinginu og var markmiðið að ræða ýmis þau málefni er snerta sérstaklega Lútherskar kirkjur í Evrópu, meðal annars um mismunandi gerðir kirkna, aðstæður þeirra og þarfir umhverfisins í boðun og samfélagi. Hverjar eru helstu áskoranirnar við upphaf nýrrar aldar? Hver er reynsla kirknaleiðtoganna? Hvernig geta lúthersku kirkjurnar í Evrópu unnið að einingu í samfélaginu, grætt mein aðskilnaðar og annarra erfiðleika í álfunni og verið trúar hlutverki sínu og boðun?
Þátttakendur komu frá flestum Lútherskum kirkjum álfunnar, þar á meðal frá Rússlandi, Serbíu og Svartfjallalandi, Slóvakíu og Eystrasaltslöndunum. Auk Ishmail Noko flutti Kjell Nordstokke, yfirmaður deildar um boðun – og þróunarstarf hjá Lútherska heimssambandinu erindi á þinginu.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.