Lestur í brennidepli Norrænu bókmenntavikunnar 24. nóvember 2018

Lestur í brennidepli Norrænu bókmenntavikunnar

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hélt áhugaverðan fyrirlestur í Norrænu bókmenntavikunni þar sem lestur var skoðaður frá ýmsum áhugaverum hliðum.

Gerðar hafa verið áhugaverðar og vekjandi rannsóknir á lestri af ólíkum miðlum, svo sem pappír og skjá - eða snjalltækjum nútímans. Haukur flutti fregnir af merkilegum niðurstöðum rannsókna, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem meðal annars hefur verið sýnt fram á mismunandi heilastarfsemi eftir því, hvor miðillinn er lesinn, pappír eða skjáir. Þá hefur einnig mælst munur á því, hverju lestur af þessum ólíku miðlum skilar manninum og að svokallaður djúplestur virðist nást betur við lestur af pappír.

Þá greindi Haukur einnig frá íslenskri rannsókn á lestrarvenjum og studdi hún þá mynd, sem dregin var upp af þverrandi lestri af pappír - með ófyrirséðum afleiðingum fyrir samfélag manna.

Almennt má segja að fyrirlesturinn hafi vakið áheyrendur til umhugsunar um stöðu upplýsingatækninnar í samfélagi þjóðanna og urðu umræður hinar hressilegustu í takti við það.

Myndir (Guðl. Óskars.)

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.