Líf og fjör á Landnámukvöldi 3. mars 2016

Líf og fjör á Landnámukvöldi

Það var líf og fjör á sagnakvöldi með Emily Lethbridge sem fjallaði um Landnámu – bæði nýjustu rannsóknir á Landnámu og möguleika til miðlunar fróðleiks þaðan.

Hún beindi sjónum sérstaklega að gerð sögukorts með örnefnum og stöðum sem fyrir koma í texta Landnámuhandrita. Emily er brautryðjandi á þessu sviði, því hún hefur verið í samstarfi við félaga sína verið að þróa sagnakort, http://www.sagamap.hi.is/ þar sem örnefnum og staðarheitum úr Íslendingasögunum hefur verið komið fyrir með tilheyrandi tilvísunum.

Notendur ljúka upp einum rómi um nytsemd þessa verkefnis og Emily heldur ótrauð áfram á þessari braut.  Það var vel mætt í Snorrastofu hjá Emily, en hún hefur dvalið til rannsókna í Reykholti og á Kolsstöðum í Hvítársíðu og því kunnug mörgum sveitungum, auk þess sem hún þykir afburða fræðimaður og flytjandi máls.

Umræður voru í samræmi við uppleggið, lifandi og fjörugar þetta kvöld.

Nánar um fyrirlesturinn...

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.