Lifandi prjóna-bóka-kaffi 6. október 2017

Lifandi prjóna-bóka-kaffi

Fyrsta samverustund vetrarins í bókhlöðunni var fimmtudaginn 5. október s.l. og var vel sótt.

Josefina Morell á Giljum kom með hollenskan rokk með sér og spann ullina sína. Það gerði sömuleiðis sænsk vinnukona hennar, sem hafði fengið sinn rokk í útskriftargjöf úr hjúkrunarfræði. Hann reyndist vera framleiddur á Nýja-Sjálandi. Þeir víkja allnokkuð frá íslenska rokkinum og þetta var skemmtileg viðbót við hannyrðir kvöldsins.

Kynjaskiptingin var að venju í góðu jafnvægi og umræður hinar líflegustu. Ættrakningar og ferðasögur, allt vel þegið. Það söng í prjónum og heklunálum og hugmyndir fengu byr undir báða vængi í þessum jákvæða hópi.

Þá má ekki gleyma bókunum, en í þær er jafnan gluggað og nokkrar fara heim að láni til gestanna.

Prjóna-bóka-kaffi Snorrastofu hefur sannarlega fest rætur í mannlífinu hér veturinn framundan er tilhlökkunarefni.

Myndir JE

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.