
Líflegt andrúmsloft með konungum
Annað kvöld námskeiðsins um konungasögur ritaðar í Borgarfirði fór fram mánudaginn 2. nóvember í Bókhlöðu Snorrastofu. Þar bauð Óskar Guðmundsson uppá fræðslu og umræðu um Haralds sögu gráfeldar og Ólafs sögu Tryggvasonar. Eins og nærri má geta bar þar margt á góma, enda arfleifð Snorra æði víðfeðm þegar kemur að sögu konunganna. Aðsókn að námskeiðinu er mjög góð. Sveigjanleiki í þátttöku, sem veitir fólki möguleika á að velja úr námskeiðskvöld til að sækja, hefur mælst vel fyrir. Námskeiðið er samstarfsverkefni Snorrastofu, Landnámssetursins og Símenntunarmiðstöðvarinnar, sem sér um skráningar og innheimtu.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.