Litríkur dagur í menntabúðinni 1. nóvember 2019

Litríkur dagur í menntabúðinni

Síðastliðinn miðvikudag var líf og fjör í Reykholti þegar starfsfólk grunn- og leikskólum Borgarbyggðar fyllti húsakynni Reykholtskirkju-Snorrastofu undir merkjum Litlu menntabúðarinnar. Á dagskrá var fjölþætt námskeið menntabúðarinnar um verkefnið: „Leiðtoginn í mér”.

Húsnæði og aðstaða nýttist vel, bæði til sameiginlegra fyrirlestra, hópvinnu og góðrar samveru. Þarna má með sanni segja að orkuver andans hafi blómstrað og Reykholt hafi sannarlega rúmað það vel.

Snorrastofa óskar Litlu menntabúðinni og Borgarbyggð til hamingju með litríkan og ánægjulegan dag og þakkar samstarfið.

Myndir Guðl. Óskarsson

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.