
Marshalláætlun eftirstríðsáranna til umfjöllunar
Þriðjudaginn 19. mars s.l. hélt Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur frá Ferjubakka erindi sitt um Marshalláætlunina og tæknivæðingu Íslands eftirstríðsáranna. Efnið sótti hún í meistaraprófsritgerð sína í sagnfræði, sem hún lauk árið 2012 frá Háskóla Íslands og lagði áherslu á að hún væri ekki stjórnmálalega fram sett, heldur byggði á upplýsingum um fésýslu og framkvæmd. Fróðlegt var að heyra lýsingu á þeirri framkvæmdagleði og uppbyggingu, sem einkenndu tímabilið 1950-1953 í landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Kvöldið var vel sótt og umræður líflegar í lokin. Þær sýndu meðal annars, að menn greinir á um það, af hvaða hvötum þessi aðstoð Bandaríkjanna var veitt og hvernig farið var með hana hér á landi.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.