Marshalláætlun eftirstríðsáranna til umfjöllunar 21. mars 2019

Marshalláætlun eftirstríðsáranna til umfjöllunar

Þriðjudaginn 19. mars s.l. hélt Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur frá Ferjubakka erindi sitt um Marshalláætlunina og tæknivæðingu Íslands eftirstríðsáranna. Efnið sótti hún í meistaraprófsritgerð sína í sagnfræði, sem hún lauk  árið 2012 frá Háskóla Íslands og lagði áherslu á að hún væri ekki stjórnmálalega fram sett, heldur byggði á upplýsingum um fésýslu og framkvæmd. Fróðlegt var að heyra lýsingu á þeirri framkvæmdagleði og uppbyggingu, sem einkenndu tímabilið 1950-1953 í landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi.  Kvöldið var vel sótt og umræður líflegar í lokin. Þær sýndu meðal annars, að menn greinir á um það, af hvaða hvötum þessi aðstoð Bandaríkjanna var veitt og hvernig farið var með hana hér á landi.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.