
Menntun á nýrri öld
Þriðjudaginn 19. apríl síðastliðinn hélt Kristín Á. Ólafsdóttir fyrirlestur í Snorrastofu um stöðu list- og verkgreina í grunnskólum landsins. Kristín tók þátt í rannsókn á 20 grunnskólum, sem birt var árið 2014 og lýsti hún niðurstöðum, sem þar komu fram og varða stöðu skapandi greina og viðhorfum til þeirra. Þá lýsti hún einnig aðdraganda þess í sögu skólamála landsins, að þessar greinar fengu staðfestingu með lögum í grunnmenntun barna. Áheyrendur tóku þátt í mjög líflegum og litríkum samræðum að fyrirlestri loknum og þökkuðu með því fyrir gefandi kvöldstund.
Ljósmyndari Guðl. Ósk.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.