Miðlun á sögu þjóðarinnar í brennidepli 28. febrúar 2018

Miðlun á sögu þjóðarinnar í brennidepli

Þriðjudaginn 27. febrúar s.l. flutti Anna Heiða Baldursdóttir í Múlakoti Lundarreykjadal, áhugavert og vekjandi erindi um munasöfnun og úrvinnslu hennar. Fyrirlesturinn nefndi hún, Dánarbúsuppskriftir og munasöfn. Íslenskt samfélag á 19. öld í gegnum efnismenningu. Anna er sagnfræðingur og hefur hafið doktorsnám við Háskóla Íslands þar sem sjónum verður beint að þessum þáttum í þverfaglegu samstarfi við safnafræði, fornleifafræði og þjóðfræði.

Fyrirlestur Önnu beindi sjónum okkar meðal annars að því hvernig sjálfsmynd þjóðar og söguskoðun mótast af þeirri mynd, sem söfn og minjastofnanir miðla með framsetningu þess efnis, sem þau hafa yfir að ráða.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og umræður í lokin sýndu að héraðsmenn eru áhugasamir um söfn og safnamenningu.

Sjá tilkynningu um fyrirlesturinn...

Myndir (JE/BÞ)

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.