
"Munið Tolkien á mánudag, 5. nóvember"
Snorrastofa minnir á annað námskeiðskvöld í fornsagnanámskeiði vetrarins, Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir í umsjón Ármanns Jakobssonar. Það verður í Bókhlöðu Snorrastofu 5. nóvember kl. 20. Ármann er einn af okkar fremstu fræðimönnum og hefur um árabil lagt sig eftir hugmyndafræði Tolkiens. Nýjasta fræðibók hans um álfa, tröll og þvílíkar persónur er, The Troll Inside You, sem kom út árið 2017.
Hægt er að sitja stök kvöld námskeiðsins og skrá sig á staðnum, þó Símenntunarmiðstöð Vesturlands sjái um bókhaldið.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.