
Námskeið á nýju ári
Námskeið Snorrastofu, Landsnámsseturs og Símenntunarmið-stöðvarinnar á Vesturlandi halda áfram á nýju ári. Annette Lassen, sem er sérfræðingur í bókmenntum miðalda, hóf árið með fyrirlestri á námskeiðinu Fornaldarsögur Norðurlanda mánudaginn 26. janúar sl. Umfjöllunarefnið var Óðinn í fornsögunum, þó aðallega í fornaldar-sögum Norðurlanda. Næsti fyrirlesari verður síðan Viðar Hreinsson, en þann 9. febrúar nk. mun hann koma í Landnámssetrið í Borgarnesi til að fjalla um Göngu-Hrólfs sögu og Bósa sögu og Herrauðs.
Tveir síðustu fyrir fyrirlestrarnir verða eftirfarandi:
Mán. 9. mars 2009 í Snorrastofu:
Viska og ráð kvenna í Hrólfs sögu Gautrekssonar og Hjálmþés sögu og Ölvis. Gestafyrirlesari verður Jóhanna Katrín Friðriksdóttir, doktorsnemi í miðaldabókmenntum í Oxford.
Mán. 30. mars 2009 í Landnámssetrinu:
Þiðreks saga af Bern. Staða sögunnar sem bókmenntagreinar, tilurð og eðli. Námskeiðið endar síðan með samantekt um þróun fornaldarsagna með hliðsjón af þeim sögum sem lesnar voru á námskeiðinu. Fyrirlesari verður Bergur Þorgeirsson.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.