
Námskeið um Sturlu Þórðarson og Sturlungu fer vel af stað
Mánudaginn sem leið hófst endurmenntunarnámskeið vetrarins um Sturlu og Sturlungu sem Snorrastofa stendur að í samvinnu við Landnámssetur, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Sturlufélagið. Leiðbeinandi kvöldsins var Þórdís Edda Jóhannesdóttir íslenskufræðingur, sem hafði nokkur inngangsorð um efni vetrarins en meginumfjöllunarefni hennar var bókmenntalegt sjónarhorn Íslendinga sögu, sviðsetningar, lýsingar og samtöl. Kvöldið var hið ánægjulegasta, vel sótt og góð stemning. Margir Dalamenn verða þátttakendur í vetur, sem eykur á fjölbreytnina og gleður okkur sérstaklega.
Myndir Guðl. Ósk.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.