Námskeið vetrarins verður um borgfirskar skáldkonur 14. september 2016

Námskeið vetrarins verður um borgfirskar skáldkonur

Helga Kress Helga Kress bókmenntafræðingur og prófessor emeritus

Snorrastofa í Reykholti, Landnámssetur í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi bjóða að venju til sex kvölda námskeiðs á komandi vetri. Að þessu sinni verður sjónum beint að borgfirskum skáldkonum í íslenskri skáldskaparhefð frá þeim Steinunni Finnsdóttur (1640-1710) til Þuríðar Guðmundsdóttur (1939), með áherslu á yrkisefnum þeirra, einkennum og áhrifum, ásamt viðtökum og stöðu í bókmenntasögunni. Leiðbeinandi verður Helga Kress bókmenntafræðingur og prófessor emeritus.

Námskeiðin verða fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði kl. 20-22 til skiptis á sögulofti Landnámsseturs og í Snorrastofu. Ekki verður námskeið í desember.

Fyrsta kvöldið verður þriðjudaginn 4. október í Landnámssetrinu og það næsta í Snorrastofu þriðjudaginn 1. nóvember.

Nánari lýsing birtist í viðburðaskrá Snorrastofu, sem gefin verður út á haustdögum og dreift um héraðið og hér á heimasíðunni.

Öll 6 kvöldin kosta kr. 19.900, en hægt er að skrá sig á stök kvöld og greiða kr. 3.400 fyrir kvöldið.

Skráning fer fram í Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, í síma  437-2390 eða á heimasíðunni, http://simenntun.is/

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.