Námskeiðskvöld með Sverri Jakobssyni 6. febrúar 2020

Námskeiðskvöld með Sverri Jakobssyni

Bergur Þorgeirsson, Kjartan Ragnarsson, Sverrir Jakobsson og Torfi Hjartarson.

Mánudagskvöldið 3. febrúar s.l. safnaðist námskeiðshópur vetrarins á Söguloft Landnámsseturs til að hlýða á Sverri Jakobsson sagnfræðing fjalla um Sturlungu, þætti hennar og höfunda - þekkta og óþekkta. Kvöldið var ánægjulegt að vanda, Sverrir valdi kvöldinu yfirskriftina, Sögustríð á 13. öld og brá upp ýmsum sjónarhornum til að skoða þetta margþætta verk og velta fyrir sér, hver stæði á bak við textann, hvenær og hvaða afstaða birtist þar. Námskeiðið er vel sótt og stundin var gefandi.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.