1. júlí 2008

Norrænn víkingaleikur á netinu

Snorrastofa tekur þátt í verkefni um netleik fyrir börn, þar sem kynntir eru mikilvægir staðir víkingatímans. Leikurinn byggir á korti og er hægt að heimsækja þaðan mismunandi norræna staði frá svipuðum tíma, fá um þá grundvallar upplýsingar og dýpka þannig þekkingu sína. Með því að bera saman viðburði frá ólíkum tímum og stöðum fæst skýrari mynd af samnorrænni sögu okkar.

Texti leikjarins er á norsku, dönsku, sænsku og ensku, en íslenska hlutanum á vegum Snorrastofu verður bætt við á þessu ári. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Leikinn má finna á slóðinni: www.raa.se/vikingaresan

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.