
Norski menningarmálaráðherrann í heimsókn
Síðdegis mánudaginn 16. september síðastliðinn kom Trine Skei Grande, menningarmálaráðherra Noregs, í heimsókn í Snorrastofu ásamt 9 manna föruneyti. Með í för voru nýskipaður sendiherra Noregs á Íslandi og Silje Beite Løken, menningarfulltrúi Norska sendiráðsins. Var gestunum sýnd Snorrastofa og kirkjan og greindu Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður, og Geir Waage, sóknarprestur frá starfseminni og sögu staðarins.
Snorrastofa bauð síðan upp á kaffi og meðlæti í Finnsstofu inn af sýningarsal Snorrastofu. Fengu ráðherrann og sendiherrann yfirlitsbókina um Reykholtsverkefnið að gjöf (Snorri Sturluson and Reykholt: The narrator and magnate, his life, works and environment at Reykholt in Iceland). Var heimsóknin hin ánægjulegasta í alla staði.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.