Norski tréskurðaðameistarinn væntanlegur aftur… 15. febrúar 2015

Norski tréskurðaðameistarinn væntanlegur aftur…

Norski tréskurðarmeistarinn Bjarte Aarseth dvaldi hér í byrjun júlí við útskurð á vígásum nýrrar sýningar um Snorra, sem nú er í burðarliðnum. Hann kemur aftur þann 25. ágúst n.k. til að ljúka verki sínu við vígásana. Hann mun eins og í fyrri heimsókn sinni vinna í sýningarrýminu og bjóða fólki að fylgjast með vinnunni. Bjarte vakti mikla athygli sýningargesta, sem nutu þess að fylgjast með meistara í útskurði.

Bjarte er aðal tréskurðarmeistari norska þjóðminjasafnsins og fínvinnur viðinn,sem búið er að skera út með nýjustu tækni í vél. Sigríður Kristinsdóttir hannaði grunnmyndina, sem líkist inngangi stafkirkna á dögum Snorra og kallast vígásar.

Við anddyri kirkna og bæjarhúsa á miðöldum var iðulega útskurður, og mikilúðug aðkoma. Dýrlingar og englar, dýr og vættir til verndar, en vígásar voru gerðir úr tré og ætlaðir til þess að varna ófriðarmönnum inngöngu í hús.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.