Ný bók: Reykholt í ljósi fornleifanna 30. október 2019

Ný bók: Reykholt í ljósi fornleifanna

Nýlega kom út bók Snorrastofu: Reykholt í ljósi fornleifanna eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðing, sem leitt hefur fornleifarannsóknir í Reykholti um árabil. Bókin er samantekt og yfirlit á íslensku yfir þessar rannsóknir, en áður hafa komið út bækur á ensku um sama efni báðar eftir Guðrúnu: Reykholt. The Church Excavations (2016) og Reykholt. Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland (2012).

Reykholt í Borgarfirði er meðal mikil vægari sögu staða þjóðar innar og líklega best þekkt fyrir búsetu Snorra Sturlu sonar þar á 13. öld, en frásagnir af henni má meðal annars finna í Sturlunga sögu. Staðurinn var þó orðinn stórbýli og kirkju miðstöð fyrir þann tíma. Skipulegar fornleifa rann sóknir voru stundaðar á bæjar- og kirkjustæðinu um árabil í kringum síðustu alda mót. Í þessari bók er greint frá niður stöðum þessara rannsókna sem höfundur stjórnaði, þar sem koma fram upp lýsingar um bú setu á staðnum og þróun hennar frá upphafi. Leitast er við að setja niður stöðurnar í víðara sam hengi, bæði á Íslandi og annars staðar á Norður-Atlants hafssvæðinu.

Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur setið í rannsóknar stöðum við Birmingham University, University College London, Þjóð minjasafn Íslands og Snorrastofu, og stundað kennslu við UCL, Háskóla Íslands og Cambridge Uni versity. Áður hafa m.a. komið út eftir hana bækurnar Reykholt. Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Ice land (2012) og Reykholt. The Church Excavations (2016).

Bókin fæst hjá Snorrastofu (snorrastofa@snorrastofa.is) og Háskólaútgáfunni (ug@hi.is), verð kr. 6.900.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.