Ný bók: Snorri Sturluson and Reykholt 19. mars 2018

Ný bók: Snorri Sturluson and Reykholt

Sagnfræðistofnun og Snorrastofa hafa gefið út nýja bók, Snorri Sturluson and Reykholt.  The Author and Magnate, his Life, Works and Environment at Reykholt in Iceland. Útgefandi er forlagið Museum Tusculanum Press í Kaupmannahöfn. Þetta er lokabindi hins þverfaglega Reykholtsverkefnis og eru ýmsir þræðir dregnir saman um einn frægasta Íslending allra tíma, Snorra Sturluson, og mikilvægt og höfðinglegt aðsetur hans í Reykholti. Bókin er á ensku og í hana rita 18 fræðimenn, innlendir og erlendir, þeirra á meðal fimm íslenskir sagnfræðingar. Fjallað er um  bókmenntaiðju Snorra, stjórnmál hans og erlend tengsl. Þá eru umhverfi Reykholts og náttúrlegar auðlindir tekin til meðferðar og enn fremur húsakynni í Reykholti og Reykholtsmáldagi. Einnig skipa Snorra-Edda og Heimskringla veglegan sess í bókinni. Hún er nærri 500 síður, prýdd fjölda mynda, uppdrátta og taflna. Ritstjórar eru Guðrún Sveinbjarnardóttir og Helgi Þorláksson. Auk þeirra eiga efni í ritinu Viðar Pálsson, Sverrir Jakobsson, Egill Erlendsson, Guðrún Gísladóttir, Benedikt Eyþórsson, Guðrún Harðardóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Gísli Sigurðsson, Torfi H. Tulinius og Guðrún Nordal.

Bókin fæst í verslun Snorrastofu. Verð kr. 6.900

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.