
Passíusálmarnir lifa með þjóðinni
Mörður Árnason kynnti útgáfu sína á Passíusálmunum þriðjudaginn í dymbilviku, þann 22. mars s.l. í Bókhlöðu Snorrastofu. Fyrirlesturinn kallaði Mörður: Glíman við Hallgrím, og er ekki að orðlengja að kvöldið var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Útgáfan er í sjálfu sér mikil nýjung í uppsetningu á umfjöllun og skýringum á sálmunum og hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir efnistök og uppsetningu. Hönnuður bókarinnar er Birna Geirfinnsdóttir, en hún hefur á undanförnum árum unnið kynningarefni fyrir Snorrastofu.
Mörður fór á kostum í útlistunum sínum og vakti mjög lifandi og kröftugar umræður að fyrirlestri loknum. Með hugleiðingum Marðar og útskýringum las Kristín Á. Ólafsdóttir viðeigandi sálmavers.
Myndir tók Guðlaugur Óskarsson.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.