
Prjóna-bóka-kaffið hefst í október
Hinar vinsælu kvöldstundir í bókhlöðunni hefjast fimmtudaginn 6. október næstkomandi og verða eins og undanfarna vetur á fimmtudögum kl. 20-22. Þangað koma karlar jafnt sem konur með áhugamál sín og umræður. Heitt kaffi er á könnunni, margir hafa hannyrðir við hönd, taka bók að láni og fá ýmis góð ráð hjá samborgurunum, sem ekki einskorðast við bækur og hannyrðir. Þessi kvöld hafa líka reynst góður vettvangur til að viðra hugðarefni sín og koma þeim á framfæri með frásögnum og/eða upplestri.
Allir eru velkomnir og athugið að safnið er opið almenningi til útlána þessi kvöld.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.