22. nóvember 2025
Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley
Þá er þriðja árlega ráðstefnan í verkefninu “A Viking in the Sun” að baki. Í kjölfar Reykholts og Istanbúl var það Sikiley í hinni glæsilegu borg Sýrakúsa, þar sem fornleifadeild Háskólans í Catania, Scuola di Specializzazione in Beni Archeologici, tók á móti okkur. Fundað var var í fallegri 14. aldar byggingu, Palazzo Chiaramonte. Öll Sýrakúsa reyndist stórkostleg og var farið í skoðunarferðir og boðið eitt kvöldið upp á tónlistarviðburð.
Þessi ráðstefna Edinborgarháskóla, Snorrastofu og Háskólans í Catania dagana 13.-16. nóvember heppnaðist með afbrigðum vel. Hér sameinuðust fræðimenn ýmissa landa til að ræða Harald konung harðráða, sem Snorri Sturluson tók fyrir með eftirminnilegum hætti, í ljósi tilvistar fjölþjóðlegra herja 11. aldar á Miðjarðarhafssvæðinu (yfirskriftin var „A Viking in the Sun: Multi-Ethnicity in 11th-Century Armies from the Mediterranean and Beyond”). Öllum þeim sem komu að viðburðinum er hér með þakkað kærlega fyrir góða samvinnu. Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.