Reykholt hlaut umhverfisviðurkenningu 1. janúar 2008

Reykholt hlaut umhverfisviðurkenningu

Mynd_0335971

Veiting umhverfisviðurkenninga í Borgarbyggð fór fram í Hyrnutorgi 16. nóvember s.l. Um er að ræða samvinnuverkefni Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu í Borgarnesi. Snorrastofa og Reykholtsstaður hlutu að þessu sinni sérstaka viðurkenningu fyrir góða umgengni og gott viðhald á staðnum öllum. En sú viðurkenning er þeim stað sem þykir hafa skarað fram úr við að halda umhverfi sínu fallegu.

Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir hönd staðarbúa en auk viðurkenningarskjals voru staðnum færðar fjórar tegundir af trjáplöntum til gróðursetningar. Álmur, þynur, askur og gráelri.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.