
Reykholt hýsir námskeið um jákvæðan aga
Í dag laugardaginn 2. apríl lýkur tveggja daga námskeiði á vegum Anítu Jónsdóttur og samstarfskvenna hennar um jákvæðan aga (Positive Discipline). Þátttakendur eru kennarar og stjórnendur í leik- og grunnskólum, en skólar á Norður- og Suðurlandi hafa um skeið unnið að innleiðingu þeirrar hugmyndafræði við agastefnu og lífsleiknikennslu.
Hópurinn gistir á Fosshóteli staðarins, sem rekið er hér allt árið og nýtir ráðstefnuaðstöðu Snorrastofu í gamla Héraðsskólanum.
Aðstandendur lofuðu aðstöðu og aðbúnað og heimamenn eru að sjálfsögðu stoltir af að hafa uppá slíkt að bjóða.
Myndir tók Guðlaugur Óskarsson í Hátíðarsal Snorrastofu í gamla Héraðsskólanum.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.