Reykholtshátíð framundan... 3. júlí 2018

Reykholtshátíð framundan...

Samkvæmt venju verður árleg Reykholtshátíð haldin síðustu helgina í júlí, 27.-28. júlí næstkomandi. Saman fléttast þá og blómstra sterkir þræðir staðarins, tónlist í sögulegu umhverfi, fræðastarf Snorrastofu og helgihald Reykholtskirkju.

Opnunartónleikar hátíðarinnar verða föstudagskvöldið 27. júlí kl. 20.

Fyrirlestur Snorrastofu flytur Ólína Þorvarðardóttir 28. júlí kl. 13: Fyrsti blaðamaðurinn – fyrstur til margs. Um náttúrur Jóns lærða.

Sama dag, laugardag kl. 16 verða  fluttar íslenskar kórperlur á fullveldisafmæli og kl. 20 eru kammertónleikarnir,  Mozart og Bartók. 

Á sunnudeginum 29. júlí verður hátíðarguðsþjónusta á kirkjudegi kl. 14 og lokatónleikar hátíðarinnar kl. 16: Hátíðartónleikar: Fullveldi í 100 ár – íslensk kammertónlist frá 1918 til 2018.

Snorrastofa hvetur alla til að leggja leið sína í Reykholt og njóta þess sem staðurinn hefur uppá að bjóða.

Um dagskrá hátíðarinnar má lesa nánar á heimasíðu Reykholtshátíðar og Snorrastofu.

Verið velkomin.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.