
Reykholtshátíð tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna
Snorrastofa óskar Reykholtshátíð og aðstandendum hennar innilega til hamingju með tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki hátiða.
Á Facebook hátíðarinnar segir:
"20. febrúar 2109
Reykholtshátíð hlaut í dag tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins í flokki hátíða. Við erum himinlifandi með tilnefninguna og deilum henni með öllum þeim frábæru listamönnum sem komu fram á hátíðinni og öllum þeim sem á hlýddu og upplifðu. Takk! -o- Reykholt Chamber Music Festival just got nominated to the Icelandic Music Award as Festival of the year! We are both grateful and proud!
Rökstuðningur dómnefndar:
Metnaðarfull tónlistarhátíð á sögufrægum slóðum og fögrum stað með sterkan listrænan fókus. Þar mætast fyrirtaks tónlistarflutningur og jafnvægi milli erlendra sígildra verka og íslenskra tónverka sem sjaldan hafa verið flutt hér á landi. Heildstætt faglegt yfirbragð á hátíð sem vaxið hefur ásmegin með ári hverju að undanförnu."
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.