"Rödd frá liðinni tíð, bréf Sigríðar Pálsdóttur" 3. mars 2020

"Rödd frá liðinni tíð, bréf Sigríðar Pálsdóttur"

Þriðjudaginn 3. mars síðastliðinn, flutti Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur um ævi og bréf Sigríðar Pálsdóttur (1809-1871), sem bjó hér í Reykholti hluta úr sinni ævi, eiginkona sr. Þorsteins Helgasonar.

Fyrirlesturinn bar hressandi andblæ á staðinn og varpaði skemmtilegu og skýru ljósi á ævi og kjör merkilegrar konu, sem flokkast með hvundagshetjum fortíðarinnar. Ánægjulegt að geta veitt rödd hennar til okkar úr fórum góðrar sagnakonu. Gestir kvöldsins kunnu vel að meta efnið sem sjá mátti og finna á stemningu stundarinnar.

Sjá nánar um fyrirlesturinn...

Myndir Guðl. Óskarsson

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.