
Rökkurstund með fullorðnum í Prjóna-bóka-kaffi

Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20 verður Prjóna-bóka-kaffið okkar með baðstofublæ. Þá les
Sigurður Halldórsson á Gullberastöðum fyrir gesti, úr bók vikunnar, Íslenskir kóngar eftir Einar Már Guðmundsson.
Norræna bókmenntavikan stendur nú yfir og er lífleg í Snorrastofu. Allir eru hvattir til að nýta sér góða samverustund í Prjóna-bóka-kaffinu.
Heitt er á könnunni, hannyrðir við hönd og spjall um heima og geima.
Verið öll velkomin.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.