Rýnt í dagbækur Kristjáns X. konungs Íslands og Danmerkur 30. nóvember 2017

Rýnt í dagbækur Kristjáns X. konungs Íslands og Danmerkur

Borgþór S. Kjærnested flutti erindi þriðjudaginn 28. nóvember s.l. um dagbækur Kristjáns konungs, sem hann skrifaði á árunum 1908-1932 og sneru að Íslandi og samskiptum hans við Íslendinga.

Margt áhugavert kom fram í máli Borgþórs, en hann fékk sérstakt leyfi Margrétar drottningar, afabarns Kristjáns, til að lesa dagbókarfærslurnar og skrá efni þeirra. Efni þetta er væntanlegt í bókarformi á aldarafmælisári fullveldisins 2018.

Erindið og umræður að þeim loknum sýna eins og jafnan þegar fullveldismálin ber á góma, að margt er enn ókannað um þann tíma, sem dagbækurnar lýsa og að Íslendingar eiga þar verk að vinna. Fyrirlesari kvöldsins hefur lagt markverðan skerf til þeirrar könnunar og fróðlegt verður að lesa bókina, Dagbækur Kristjáns X um samskipti við Íslendinga og íslenskar aðstæður 1908 – 1932, sem væntanleg er á næsta ári.

Ljósmyndir B.Þ.

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.