Samstarfssamningur sveitarfélaganna á Vesturlandi um menningarmál
Samstarfssamningur sveitarfélaganna á Vesturlandi um menningarmál verður undirritaður í Reykholti 15. desember 2005 kl. 17:00
Menningarsamningur milli SSV og samgönguráðuneytis og menntamálaráðuneytis var undirritaður á aðalfundi SSV 28. október 2005. Samningurinn tekur gildi nú um áramótin og er þá gert ráð fyrir að samstarfssamningur sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál liggi fyrir.
Að lokinni stuttri athöfn í Reykholtskirkju, verður skrifað undir samstarfssamninginn í Snorrastofu. Í Safnaðarsal kirkjunnar verður síðan boðið upp á léttar veitingar. Þar mun m.a. Signý Ormarsdóttir, starfsmaður Menningarráðs Austurlands, flytja erindi um mikilvægi menningarsamnings fyrir Austurland.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.