
"Síðasta námskeiðskvöld vetrarins, mánudaginn 1. apríl"
Síðasta námskeiðskvöld vetrarins um Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir undir leiðsögn dr. Ármanns Jakobssonar verður í Bókhlöðu okkar í Snorrastofu mánudaginn 1. apríl næstkomandi. Yfirskrft kvöldsins er: Tolkien, ragnarök og hetjuskapur – Snorra-Edda.
Hvert námskeiðskvöld er opið öllum og geta áhugasamir skráð sig á staðnum og greitt sérstaklega fyrir það hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem sér um innheimtu námskeiðsgjalda. Stakt kvöld kostar 4000 kr.
Verið öll velkomin.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.