Sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi 30. október 2019

Sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi

Þriðjudaginn 22. október síðastliðinn hélt dr. Sigurður Gylfi Magnússon fyrirlestur um sjálfsbókmenntir, flokkun þeirra og notkunarmöguleika við sögulega skráningu.

Sigurður Gylfi gerði grein fyrir meginflokkum ævisagna og nefndi til sögunnar einkenni þeirra og hvernig nokkrar þekktar ævisögur okkar Íslendinga falla að flokkuninni.

Fram kom í máli Sigurðar Gylfa að með því að rýna í sögur fólksins sjálfs og halla sér þannig að svokölluðum einsögum, megi öðlast sýn á liðinn tíma, sem  minna hefur verið gefinn gaumur að við sögulega skráningu.

Kvöldið var ánægjulegt, fróðlegt og notalegt eins og fyrirlestrakvöld Snorrastofu eru jafnan.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.