Sjóður til styrktar ungmennum í Snorrastofu
Snorrastofa í Reykholti tók á dögunum við sjóði sem hugsaður er til styrktar norrænu menningar- og félagslífi íslenskra og norskra ungmenna. Af því tilefni heimsóttu Reykholt velunnarar Snorrastofu í Bergen í Noregi, þeir Arne Holm, ræðismaður Íslands þar í bæ, og Inge Støve, vararæðismaður. Var Snorrastofu afhent 3ja milljóna króna framlag norskra banka og sjóða.
Stjórn sjóðsins skipar stjórn Snorrastofu og forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík, en Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, er formaður sjóðsins. Markmiðið er síðan að efla sjóðinn enn frekar og stuðla þannig að því að árlega verði hægt að úthluta ferðastyrkjum til ungmenna yngri en 26 ára. Með þessum hætti gefst m.a. tækifæri til að fjölga þeim ungu fræðanemum sem koma í Reykholt til rannsóknardvalar á sama tíma og Íslendingum gefst kostur á að að dveljast í Bergen eða annars staðar á Norðurlöndunum í sömu eringjörðum.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.