
Skólasetursstemning í Reykholti
Í vikunni, sem nú er að líða, 2.-6. nóvember hefur námsandi einkennt hlöðin hér í Reykholti. Í góðri ráðstefnuaðstöðu í Héraðsskólahúsinu gamla hefur búið um sig litríkur hópur fólks á vegum Utanríkisráðuneytisins til að fræðast um hjálparstarf á ókunnum slóðum. Hópinn prýðir fólk úr ýmsum heimshornum. Skólahúsið ber slíka vinnustofur vel með einn ráðstefnusal og smærri herbergi á efri hæðinni til hópvinnu. Hópurinn naut leiðsagnar sr. Geirs Waage um staðinn og tekið var á móti hópnum í sýningarsal Snorrastofu. Eins og sjá má af myndum, myndaðist hér hin besta skólastemning eins og löngum forðum.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.