
Snorra Sturlusonar minnst með fyrirlestri
Fyrirlestur dr. Hauks Þorgeirssonar um leitina að höfundum Íslendingasagna, "Sömdu Sturlungar þetta allt saman?", vakti áhuga margra, sem lögðu leið sína í Snorrastofu í gærkvöld, þriðjudaginn 16. október.
Þar kynnti Haukur aðferðir, sem nú eru uppi og hann hefur beitt, þar sem geta tölvutækninnar er nýtt til að gefa á tiltölulega einfaldan máta yfirlit um tíðni orða og orðasambanda í textum og textasöfnum. Með því móti telur Haukur og fleiri fræðimenn að sýna megi fram á líkindi texta sama höfundar og færi það okkur nær því að leysa gátur um höfunda efnis, þar sem þeirra er ekki getið.
Niðurstöður á hinum tölvulega samanburði á texta sögu Ólafs helga úr Heimskringlu og Egils sögu sýna, að líkindi þeirra eru mikil og renna enn frekari stoðum undir þá kenningu, sem æ fleiri aðhyllast, að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu.
Kvöldið var hið ánægjulegasta og sýndi að mikill áhugi er fyrir þessu málefni. Umræður urðu í samræmi við það, hinar líflegustu.
Ljósmyndir Guðl. Ósk.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.