Snorrastofa býður gesti velkomna frá og með 4. maí 2020 4. maí 2020

Snorrastofa býður gesti velkomna frá og með 4. maí 2020

Í dag, 4. maí, opnar Snorrastofa gestastofu sína eftir langt hlé í covid-faraldri og býður gesti velkomna. Út mánuðinn verður opið á virkum dögum kl. 10-17 og frá 1. júní verður þjónustan opin alla daga vikunnar kl. 10-17.

Í gestastofu, sem er á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu, veitir Snorrastofa þjónustu og fræðslu. Þar er sýning um Snorra Sturluson og boðið upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Veitt er almenn upplýsingaþjónusta og þar er rekin verslun með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki.

Á vorin er jafnan líflegt, þegar hópar grunnskólanemenda heimsækja staðinn eftir að hafa kynnst Snorra Sturlusyni af námsefni vetrarins. Snorrastofa fagnar þessum góðu gestum og veitir þeim fræðslu og upplifun. Slíkar heimsóknir þarf að panta fyrirfram.

Gestastofa annast útleigu á aðstöðu Reykholtskirkju-Snorrastofu til funda, mannamóta, tónleika og dvalar fyrir fræðimenn.

Bókhlaða Snorrastofu er á sama hátt opin almenningi með góðu úrvali skáld- og fræðirita fyrir alla aldurshópa.

Snorrastofa hvetur alla til að heimsækja Reykholt, njóta þess að fræðast og ganga um í garði Snorra Sturlusonar - í dýrlegri náttúru Reykholtsdals.

Upplýsingar og aðstoð s.: 433 8000 / 893 1492 (Bergur Þorgeirsson).

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.