Snorrastofa fengi húsnæði Héraðsskólans í Reykholti 21. desember 2023

Snorrastofa fengi húsnæði Héraðsskólans í Reykholti

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra und­ir­ritaði í vik­unni vilja­yf­ir­lýs­ingu um að kanna mögu­leik­ann á því að Snorra­stofa fái hús­næði Héraðsskól­ans í Reyk­holti til umráða fyr­ir sýn­ing­ar og gesta­mót­töku þegar Lands­bóka­safn Ísland – Há­skóla­bóka­safn hef­ur fært starf­semi sína úr hús­inu.

Lilja fundaði með þeim Guðveigu Lind Eygló­ar­dótt­ir, for­seta sveita­stjórn­ar Borg­ar­byggðar, Bergi Þor­geirs­syni for­stöðumanni Snorra­stofu, Þor­geiri Ólafs­syni for­manni stjórn­ar Snorra­stofu og séra Hildi Björk Hörpu­dótt­ir presti í Reyk­holti, í Snorra­stofu Reyk­holti á mánu­dag þar sem vilja­yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð. 

Finna vara­ein­taka­safn­inu nýtt hús­næði

Til­efni fund­ar­ins var und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar á milli Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins, Sveit­ar­fé­lags­ins Borg­ar­byggðar og Snorra­stofu. Í yf­ir­lýs­ing­unni er lýst vilja til þess að kanna mögu­leik­ann á því Snorra­stofa fái hús­næði Héraðsskól­ans í Reyk­holti til umráða fyr­ir sýn­ing­ar og gesta­mót­töku þegar Lands­bóka­safn Ísland – Há­skóla­bóka­safn hef­ur fært starf­semi sína úr hús­inu.

Húsið yrði nýtt til sýn­inga um Snorra Sturlu­son og áhrif hans í menn­ingu sam­tím­ans, sem og und­ir sölu veit­inga og minja­gripa.

Lagt er til að skipaður verði starfs­hóp­ur til að út­búa þarfagrein­ingu og kostnaðarmeta nýt­ingu hús­næðis Héraðsskól­ans í Reyk­holti með aðkomu þeirra er und­ir þess vilja­yf­ir­lýs­ingu rita. Sam­hliða þeirri vinnu mun menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið í sam­vinnu við Borg­ar­byggð vinna að því að finna vara­ein­taka­safni Lands­bóka­safns Íslands – Há­skóla­bóka­safns nýtt hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu.

Frétt Mbl.is

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.