
Snorrastofa í Reykholti og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands í samstarf

undirrita samstarfssamning í tengslum við fyrirlestur
Torfa um Egils sögu.
Undanfarin misseri hefur staða Borgarfjarðarhéraðs sem háskólasvæði í jaðri höfuðborgarinnar verið að styrkjast til muna. Þar ber fyrst að nefna vöxt Viðskiptaháskólans á Bifröst og stofnun hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Einnig hefur rannsóknarstofnunin og menningarmiðstöðin Snorrastofa í Reykholti verið að sækja í sig veðrið og færa út kvíarnar á ýmsum sviðum. Eitt skref í þá átt var undirritun samstarfssamnings Snorrastofu og Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands sem fram fór þriðjudaginn 18. janúar síðastliðinn.
Markmiðið með samningnum er að hafa samstarf um einstök verkefni á þverfaglegum grunni og nýtingu aðstöðu. Sérstök áhersla verður lögð á samvinnu Miðaldastofu Hugvísindastofnunar og Snorrastofu.
Samningurinn er til 3 ára og felur m.a. það í sér að stofnanirnar gangist fyrir sameiginlegum viðuburðum í húsnæði Snorrastofu í Reykholti s.s. málþingum, rannsóknarnámskeiðum, fyrirlestrahaldi o.fl. Einnig munu starfsmenn þessara tveggja stofnana vinna saman að umsóknum um styrki vegna rannsóknarverkefna og eflingu frekara samstarfs við erlendar stofnanir á sviði miðaldafræða.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.