"Snót, brúður, Svanni: Konur á öld Snorra Sturlusonar"
19. júní opnaði sýning um konur á miðöldum í Finnsstofu, inn af Safnaðarsal í Reykholtskirkju. Leitast er við í máli og myndum að varpa ljósi á hlutverk, stöðu og störf kvenna á Íslandi á 12. til 14. öld. Myndefnið er frá þeim tíma, fært í nútímabúning, og sýnir aðallega konur við störf og leik. Myndirnar standa sjálfstætt á myndfleti þannig að gaflveggur er eins og tjaldaður myndrefli og gefa myndirnar hugmynd um líf kvenna á þessu tímabili. Til hliðar við myndvegg eru textaspjöld með lýsingum af stöðu kvenna á miðöldum og frásögnum af konum í lífi Snorra Sturlusonar og vísar textinn einatt til Reykholts og Borgarfjarðar. Sýningunni um konur á öld Snorra Sturlusonar er ætlað að hvetja til umræðu um stöðu kvenna á öllum tímum, en vera jafnframt gestum öllum til fróðleiks og skemmtunar.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.