Sturluhátíð 12. júlí 2025 1. júlí 2025

Sturluhátíð 12. júlí 2025

Snorrastofa vekur athygli á Sturluhátíðinni 2025 þann 12. júlí á Staðarhóli og félagsheimilinu Tjarnarlundi, í Saurbæ í Dölum.

Dagskráin hefst kl. 14 á Staðarhóli, bæ sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar, með afhjúpun söguskiltis, þess síðasta af mörgum sem félagið hefur látið koma þar upp.

Hátíðinni er svo framhaldið í félagsheimilinu Tjarnarlundi skammt frá Staðarhóli með fjölþættri, fróðlegri og skemmtilegri dagskrá.

 

Börn og fjölskyldur þeirra eru alveg sérstaklega velkomin á Sturluhátíðina í ár. Vinir okkar á Eiríksstöðum standa fyrir fornum leikjum og þrautum utandyra, sem sérstaklega eru hugsaðir fyrir yngsta fólkið, á meðan hefðbundin dagskrá hátíðarinnar fer fram innan dyra.

 

Sem endranær verður boðið upp á kaffiveitingar án endurgjalds.

Sturluhátíðin hefur fest sig rækilega í sessi og verið mjög fjölsótt. Gaman væri að sjá ykkur sem allra flest.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.