Styrkir vegna RÍM verða auglýstir á næstunni 4. febrúar 2020

Styrkir vegna RÍM verða auglýstir á næstunni

Verkefnið „Ritmenning íslenskra miðalda“, sem kynnt var í lok ágúst í fyrra, er loks að verða að veruleika. Á næstu dögum er stefnt að því að styrkir verði auglýstir lausir til umsóknar.

Verkefnið er til fimm ára, en meginmarkið þess er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Tilefni þessa er að nú eru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi.

Reiknað er með að 35 milljónum kr. verði árlega veitt til verkefnisins í fimm ár frá og með árinu 2020. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem fer með yfirstjórn þess, mun auglýsa eftir umsóknum um styrki og skipa úthlutunarnefnd þegar þær liggja fyrir. Úthlutunarnefndin gerir tillögur um úthlutun til ráðherra mennta- og menningarmála sem tekur ákvörðun um úthlutun styrkja að höfðu samráði við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Sjá nánar um verkefnið...

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.