Sunnan af Frakklandi:  12. október 2022

Sunnan af Frakklandi: 

Sunnan af Frakklandi – Málþing um konungasögur til heiðurs François-Xavier Dillmann, í tilefni af útkomu franskrar þýðingar hans á Ólafs sögu helga, verður haldið í Snorrastofu í Reykholti föstudaginn 23. september 2022 kl. 14. 

Þýðing Dillmanns á Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson er annað bindið í heildarþýðingu hans á Heimskringlu. Henni fylgja ítarlegar fræðilegar skýringar sem eru jafnframt sjálfstætt framlag til rannsókna á verkinu. Bókin kom út hjá forlaginu Gallimard í París fyrr á þessu ári.

Erindi á málþinginu flytja Alessia Bauer, Ármann Jakobsson, Gunnar Harðarson, Jan Alexander van Nahl, Margaret Cormack og Óskar Guðmundsson. François-Xavier Dillmann, mun einnig taka þátt í málþinginu, en hann er gistifræðimaður í Reykholt um þessar mundir. Boðið verður upp á kaffi milli erinda og léttar veitingar að þingi loknu.

Hjartanlega velkomin!

Dagskrá málþings

14:00 Sr. Geir Waage setur málþingið og býður gesti velkomna

14:15 Guðrún Nordal flytur ávarp og tekur við fundarstjórn

14:30-14:45 Gunnar Harðarson: Af konungi og skáldi: Um Ólafsdrápu Einars Skúlasonar

14:45-15:00 Alessia Bauer: Þorvaldr Koðránsson, Stefnir Þorgilsson og aðrir: hvernig Ólafr Tryggvason varð kristinn maður

15:00-15:15 Jan Alexander van Nahl: Af hverju mistókst Óláfi Haraldssyni? Nokkrar athugasemdir um Óláfs sögu helga

15:15-15:45 Kaffihlé

15:45-16:00 Ármann Jakobsson: Dulin áhrif „Elstu sögu“ á yngri konungasögur

16:00-16:15 Margaret Cormack: Örlygr, Ásólfr og Akranes. Hugleiðingar um kristna landnámsmenn og örnefni

16:15-16:30 Óskar Guðmundsson: Haralds saga Sigurðarsonar – í höndum Snorra Sturlusonar

16:30-16:45 François-Xavier Dillmann

16:45-17:30 Léttar veitingar

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.