
Sýning á dýrabeinum úr uppgreftri í Finnlandi
Í byrjun febrúar 2010 mun Snorrastofa opna sýningu frá Turku í Finnlandi sem fjallar um dýrabein sem fundist hafa í uppgreftri þar. Sýningin varpar ljósi á þær upplýsingar sem lesa má úr beinunum, um sögu og líf dýrsins sem þau eitt sinn báru uppi. Beinin veita okkur bæði vineskju um dýrategundirnar og um dýrin sjálf sem einstaklinga. Hér getur verið um að ræða húsdýr, gæludýr eða villt dýr. Sýningin stendur fram á vor.
Í umhverfi safnsins Aboa Vetus í Finnlandi hafa alls kyns dýrategundir lifað í gegnum tíðina. Fjöldinn verður síðan enn meiri ef teknar eru með þær dýrategundir sem maðurinn hefur haldið, sér til viðurværis, þ.e. slátrað til matar, nýtt bein þeirra, pelsa eða skinn. Þetta hefur skilið eftir sig fjölbreytt dýrabein sem liggja grafin í jarðveginum.
Uppgröfturinn í Aboa Vetus hefur leitt í ljós rúmlega þúsund kíló af dýrabeinum. Svæðið hefur verið í byggð síðan á miðöldum og ná beinin yfir ólík tímabil. Aldrei fyrr hefur verið haldin jafn umfangsmikil sýning á niðurstöðum þessarar rannsóknar.
Bein sem koma í ljós við fornleifauppgröft hafa oft gengið í gegnum mörg ólík stig áður en þau eru grafast niður í jörðina. Nýtt stig hefst svo einnig þegar beinin eru grafin upp úr jörðinni. Með rannsóknum má komast að kyni dýranna, stærð, á hverju þau lifðu og dánartíma þeirra. Beri beinin þess merki að hafa verið meðhöndluð má oft rekja það til annarra dýra en yfirleitt veitir þetta okkur upplýsingar um mannlegar athafnir. Leifar dauðra dýra hafa endað sem fæða, efni í áhöld eða töfragripi. Eins og er gegna allir gripirnir sama hlutverki – sem viðföng til sýnis í glerkössum.
Velkomin á sýninguna.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.