Tolkien og draugar á námskeiði 19. febrúar 2019

Tolkien og draugar á námskeiði

Námskeiðið Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir gengur vel og fjórða kvöldið af sex var haldið mánudaginn 4. febrúar síðastliðinn í Bókhlöðu Snorrastofu.

Kvöldið var helgað Tolkien og draugum og Ármann Jakobsson, sem leiðir námskeiðið varpaði ljósi á ýmis túlkunarafbrigði mannkyns- og bókmenntasögunnar - aðallega þeirrar íslensku, og hvernig draugar birtast í verkum Tolkiens.

Áhugasamir þátttakendur ræddu málin í lokin og málefnið hafði greinilega vakið þeim ýmsar spurningar.

Létt og skemmtilegt kvöld.

Myndir Guðl. Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.